Uppruni ljósmynda
Street View myndir eiga sér tvenns konar uppruna, Google og þátttakendur okkar.
Okkar efni
Efni í eigu Google er merkt „Street View“ eða „Google kort“. Við gerum andlit og bílnúmeraplötur sjálfkrafa óskýrar í myndefni okkar.
Efni frá öðrum
Efni sem notendur leggja til fylgir smellanlegu/pikkanlegu reikningsheiti, og í sumum tilfellum prófílmynd.
Hvernig Google færir þér Street View
Á bak við tjöldin vinna sérfræðingar Google hörðum höndum að því að færa þér myndefni Street View. Hér er innsýn í það sem teymið dundar sér við til að færa þér Street View.
-
SKREF 1
Söfnun myndefnis
Í fyrsta lagi þurfum við að keyra um og taka myndir af stöðunum sem við viljum sýna í Street View. Við tökum tillit til margra þátta, þ. á m. veðurs og íbúafjölda tiltekinna svæða, þegar við ákveðum hvenær og hvar við getum safnað besta mögulega myndefninu.
-
SKREF 2
Aðlögun myndefnis
Til að hver mynd fari á landfræðilega réttan stað sameinum við merki frá ýmsum skynjurum bílsins, þar á meðal gervihnattastaðsetningarkerfi (GPS) og mælum sem fylgjast með hraða og stefnu. Þannig getum við ákvarðað nákvæma leið bílsins og jafnvel hallað og aðlagað myndirnar eftir þörfum.
-
SKREF 3
Myndum breytt í 360 myndir
Til að koma í veg fyrir eyður í 360 myndunum taka samliggjandi myndavélar myndir sem skarast ögn og síðan „saumum“ við myndirnar saman í eina 360 gráða mynd. Við beitum síðan sérstöku myndvinnsluferli til að draga úr því hversu áberandi samskeytin eru og búum til slétt og fellt myndefni.
-
SKREF 4
Rétta myndin birt þér
Við fáum upplýsingar um fjarlægð byggingar eða hlutar með því að skoða hversu hratt geislarnir endurvarpast af yfirborði hlutarins og þannig getum við útbúið þrívíddarlíkön. Þegar þú færir þig að svæði í fjarska finnur þetta þrívíddarlíkan út hvaða víðmynd er best að sýna þér fyrir þá staðsetningu.
-
SKREF 1
Söfnun myndefnis
Í fyrsta lagi þurfum við að keyra um og taka myndir af stöðunum sem við viljum sýna í Street View. Við tökum tillit til margra þátta, þ. á m. veðurs og íbúafjölda tiltekinna svæða, þegar við ákveðum hvenær og hvar við getum safnað besta mögulega myndefninu.
-
SKREF 2
Aðlögun myndefnis
Til að hver mynd fari á landfræðilega réttan stað sameinum við merki frá ýmsum skynjurum bílsins, þar á meðal gervihnattastaðsetningarkerfi (GPS) og mælum sem fylgjast með hraða og stefnu. Þannig getum við ákvarðað nákvæma leið bílsins og jafnvel hallað og aðlagað myndirnar eftir þörfum.
-
SKREF 3
Myndum breytt í 360 myndir
Til að koma í veg fyrir eyður í 360 myndunum taka samliggjandi myndavélar myndir sem skarast ögn og síðan „saumum“ við myndirnar saman í eina 360 gráða mynd. Við beitum síðan sérstöku myndvinnsluferli til að draga úr því hversu áberandi samskeytin eru og búum til slétt og fellt myndefni.
-
SKREF 4
Rétta myndin birt þér
Við fáum upplýsingar um fjarlægð byggingar eða hlutar með því að skoða hversu hratt geislarnir endurvarpast af yfirborði hlutarins og þannig getum við útbúið þrívíddarlíkön. Þegar þú færir þig að svæði í fjarska finnur þetta þrívíddarlíkan út hvaða víðmynd er best að sýna þér fyrir þá staðsetningu.
Hvert við stefnum
Við keyrum í gegnum mörg lönd á Street View bíl til að færa þér myndefni sem bætir upplifun þína og hjálpar þér að uppgötva heiminn í kringum þig. Kíktu á listann yfir lönd þar sem við keyrum eða ferðumst næst.
Svæði | Umdæmi | Tími |
---|---|---|
{[value.region]} | {[value.districts]} | {[value.datestart| date:'MM/yyyy']} - {[value.dateend| date:'MM/yyyy']} |
Ýmsir óviðráðanlegir þættir (veður, vegalokanir o.s.frv.) geta valdið því að bílarnir séu ekki á ferðinni eða að örlitlar breytingar verði. Hafðu einnig í huga að þar sem listinn tilgreinir tiltekna borg getur það falið í sér ýmsa minni borgir og bæi sem eru í grenndinni.
Hvar við höfum verið
Bláu svæðin á kortinu sýna hvar Street View er í boði. Auktu aðdrátt til að fá nákvæmari mynd, eða flettu í þessu efni með vefsvæðum okkar og forritum.
Street View floti Google
Flettu í gegnum Street View flotann okkar.
-
Street View bíllinn
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því við gerðum Street View fyrst aðgengilegt í Bandaríkjunum árið 2007. Í dag höfum við fært út kvíarnar og bjóðum nú upp á 360 myndir fyrir staðsetningar í öllum sjö heimsálfum.
-
Göngugarpur Street View
Göngugarpurinn gerir Street View kleift að ná til fleiri staða víðsvegar um heiminn – staða sem enginn bíll, trilla eða vélsleði kemst á. Þessi bakpoki er búinn myndavélakerfi og hann er það meðfærilegur að við getum safnað myndum á sama tíma og við þræðum þröngar leiðir eða röltum um staði sem aðeins fótgangandi komast á. Fyrsta safn okkar sem nýtir þessa myndavélatækni hefur að geyma myndefni frá hrjóstrugu landslagi Miklagljúfurs í Arizona.
-
Trilla Street View
Þegar hópur listelskandi starfsmanna Google vildi nýta sér tækni Street View í söfnum heimsins stóðum við frammi fyrir því að þurfa að hanna kerfi sem auðveldlega kæmist inn um dyr og hægt væri að stýra í kringum höggmyndir og listmuni. Við minnkuðum umfang nauðsynlegs ljósmyndabúnaðar og komum fyrir á handvagni sem við köllum trilluna og gerði okkur kleift að hefja innreið okkar innandyra. Trillan hefur ekki aðeins fangað innviði safna heldur einnig annarra staða, t.d. Hvíta hússins og íþróttaleikvanga.
-
Vélsleði Street View
Skíðabrekkur eru annað dæmi um stað sem okkur datt í hug að gaman gæti verið að sækja heim með myndavélar Street View í farteskinu. Það tók okkur nokkrar helgar ásamt plönkum, límbandi og hörðum diskum sem við klæddum í skíðajakka til að verjast kuldanum að koma Street View búnaðinum fyrir á vélsleða. Unnendur skíðaíþróttarinnar, snjóbretta og snjóþrúga geta nú kannað fannhvíta fold fjallsins Whistler Blackcomb og snævi þaktar skíðabrekkurnar á nærliggjandi svæðum.
-
Street View þríhjólið
Í borgum með þröngar götur þurftum við ökutæki sem væri nógu sterkt til að bera Street View göngugarpinn. Liðið okkar komst að því að mótorhjólið Selis Robin frá Indónesíu er frábær lausn til þess að komast um þröng stræti. Þetta er Street View þríhjólið. Viðbótarmastur var sérstaklega búið til fyrir þetta ökutæki til þess að skapa enn meiri stöðugleika fyrir Street View göngugarpinn.